Akureyri
Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Deildarstjóri í skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri

Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða deildarstjóra í 100% ótímabundið starf í skammtímaþjónustunni Þórunnarstræti 99, unnið er í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir samkomulagi.

Innan skammtímaþjónustunnar er veitt fjölþætt þjónusta. Þau úrræði sem þjónustan felur í sér eru lengd viðvera fyrir einstaklinga á aldrinum 10-20 ára, Lífsleikni sem er fyrir einstaklinga á aldrinum 20-30 ára og eru ekki komnir í fast búsetuúrræði, skammtímavistun fyrir börn og ungmenni sem enn búa hjá foreldrum, sumarvistun fyrir einstaklinga á aldrinum 6-20 ára og neyðarvistun fyrir notendur þjónustunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur með höndum daglega verkstjórn og leiðir faglegt starf á starfsstöðinni samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem velferðarsvið vinnur eftir. Í því felst m.a. leiðsögn, þjálfun og fagleg ráðgjöf til starfsmanna og annara sem koma að þjónustu við notendur.
  • Hefur umsjón með uppbyggingu, og skipulagning á einstaklingsmiðaðri, heildstæðri og sveigjanlegri þjónustu á starfsstöð sinni.
  • Vinnur með notendum og eftir atvikum aðstandendum að gerð einstaklingsmiðaðrar áætlunar um þjónustu og markmið hennar og er leiðandi í framfylgd hennar.
  • Miðlar upplýsingum og áherslum forstöðumanns þjónustunnar til alls starfsfólks og um breytingar í þjónustu og/eða varðandi líðan eða ástand notenda.
  • Veitir faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning við þjónustunotendur og aðstandendur, t.d. með gerð umsókna og skýrslna ef þörf krefur.
  • Setur fram vaktaskýrslu og aðstoðar við vaktagerð/ -framkvæmd í samstarfi við forstöðumann.
  • Sinnir varðveislu og skráningu upplýsinga og gagna sem til verða í starfseminni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi, iðjuþjálfi er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta og ökuréttindi eru nauðsynleg.
  • Reynsla af starfi með fötluðum eða fólki með krefjandi hegðun er nauðsynleg.
  • Framúrskarandi færni í samskiptum, skipulagningu og stjórnun.
  • Vandvirkni og samviskusemi.
  • Sjálfstæði í störfum og frumkvæði.
  • Eiga auðvelt með laga sig að breyttum aðstæðum og tileinka sér nýjungar.
  • Bera virðingu fyrir þjónustuþegum og réttindum þeirra.
  • Hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur10. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þórunnarstræti 99, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar