

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Ertu tilbúin(n) að hefja nýtt og spennandi starf í lok ágúst
Arnarskóli auglýsir lausar stöður tengla frá hausti 2025
Hefur þú áhuga á að starfa með nemendum með sérþarfir og þarfnast mikils stuðnings í daglegu lífi? Við í Arnarskóla leitum að þolinmóðum, skilningsríkum og líkamlega virkum stuðningsfulltrúa til að vinna í deild þar sem stuðningsþörf er meiri.
Þetta starf hentar sérstaklega vel þeim sem njóta útiveru, þar sem dagskráin inniheldur reglulega göngutúra og hreyfingu með nemendum. Nemendur tjá sig með PECS myndum og þurfa stuðning við nám og daglegar athafnir.
Um Arnarskóla:
Arnarskóli er sjálfstætt starfandi sérskóli fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðað nám og stuðning sem mætir þörfum hvers og eins nemanda. Skólinn býður samfellda þjónustu og stuðning við börn með fjölbreyttar sérþarfir.
-
Aðstoð og stuðningur í námi og frístundum með nemendum sem nota PECS til tjáskipta
-
Regluleg útivera og göngutúrar með nemendum
-
Aðstoð við ýmsar daglegar athafnir eins og fæðu- og persónulega umhirðu
-
Þátttaka í uppbyggilegu samstarfi með fagteymi skólans til að stuðla að vellíðan og framförum nemenda
-
Sýnir mikla þolinmæði og er lipur í samskiptum við nemendur með ólíkar tjáskiptaleiðir
-
Er líkamlega virkur og hefur áhuga á útivist og hreyfingu með nemendum
-
Hefur sveigjanleika og getu til að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi þar sem stuðningsþörf nemenda er mikil
Morgunmat, hádegismat og seinnipartshressingu – starfsfólki stendur til boða að borða með nemendum þeim mat sem er í boði hverju sinni.












