
Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 4.350 íbúa. Mikil uppbygging og gróska er í sveitarfélaginu, m.a. með uppbyggingu nýrra hverfa. Í Suðurnesjabæ eru m.a. tveir grunnskólar, tveir leikskólar, tvær íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, bóka- og byggðasafn. Auk þess er ýmis önnur þjónusta og starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag sem býður uppá nálægð við náttúruna og einstaka strandlengju sem umvefur sveitarfélagið.
Starfsmaður í frístundaþjónustu við ungmenni með fötlun
Suðurnesjabær óskar eftir ábyrgum og drífandi einstaklingum í starf við frístundaþjónustu fyrir ungmenni með fötlun. Starfið felur í sér að veita persónulegan stuðning í frístundarúrræði í samræmi við 16. gr. laga nr. 38/2018, þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu og virka þátttöku barna og ungmenna í félagslegu lífi, leik og hreyfingu.
Vinnutíminn eftir hádegi alla virka daga strax eftir skóla og á skólafrídögum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita persónulegan stuðning við börn og ungmenni með fötlun
- Stuðla að virkri þátttöku í félagslífi, leik og hreyfingu
- Aðstoða við daglegar athafnir og samskiptaþjálfun
- Vinna út frá einstaklingsbundnum þjónustuáætlunum
- Taka þátt í undirbúningi, frágangi og skipulagi frístundarstarfs
- Koma fram af virðingu, nærgætni og sveigjanleika
Menntunar- og hæfniskröfur
- Almenn menntun sem nýtist í starfi
- Félagsliðanám eða sambærilegt nám kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Þekking og reynsla af vinnu með börnum/ungmennum með fötlun er æskileg.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæð og lausnamiðuð hugsun.
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Faglegur metnaður, ábyrgð og frumkvæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Miðnestorg 3, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Tómstundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Ásinn – Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Tómstundaleiðbeinandi - Aldan - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Frístundaleiðbeinandi í Borgarnesi
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli

Krókamýri, heimili fatlaðs fólks óskar eftir starfsfólki
Garðabær

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Ævintýragjarn aðstoðarmaður óskast!
NPA miðstöðin

Hressar aðstoðarkonur óskast á þriðjudögum og um helgar
Anna Kristín Jensdóttir