
Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 4.350 íbúa. Mikil uppbygging og gróska er í sveitarfélaginu, m.a. með uppbyggingu nýrra hverfa. Í Suðurnesjabæ eru m.a. tveir grunnskólar, tveir leikskólar, tvær íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, bóka- og byggðasafn. Auk þess er ýmis önnur þjónusta og starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag sem býður uppá nálægð við náttúruna og einstaka strandlengju sem umvefur sveitarfélagið.
Leikskólakennarar - Leikskólinn Grænaborg
Vilt þú taka þátt í að byggja upp faglegt og öflugt leikskólastarf hjá Suðurnesjabæ?
Suðurnesjabær auglýsir eftir leikskólakennara í 80-100% stöðu í Leikskólann Grænuborg. Leikskólinn er sex deilda og þar eru börn frá 18 mánaða aldri til grunnskólaaldurs. Byggingin er ný og staðsett í afar fallegri náttúru við Byggðaveg í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Lögð er áhersla á hreyfingu, náttúru, listir og útiveru í starfi leikskólans.
Í skólanum starfa um 40 starfsmenn og pláss er fyrir 134 börn. Skólinn er opinn frá 07:45 til 16:15 alla daga.
Leikskólastjórar eru Arnheiður Elsa Hannesdóttir og Karen Sif Sverrisdóttir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Góð íslenskukunnátta
- Góð samskiptahæfni
- Sveigjanleiki
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hreint sakarvottorð
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Byggðavegur 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljaborg

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljaborg
Leikskólinn Seljaborg

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir

Deildarstjóri - Leikskólinn Smáralundur
Hafnarfjarðarbær

Ert þú kennari sem vilt vinna með framúrskarandi teymi á yngsta stigi?
Hörðuvallaskóli

Fagfólk í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór

Kennari / háskólamenntaður einstaklingur - við leitum að dásamlegum samstarfsaðila
Regnboginn

Laus staða í Marbakka
Marbakki

Sérkennsluteymi - leikskólinn Ösp
Leikskólinn Ösp

Leikskólakennari á Hnoðraból
Borgarbyggð