Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Leikskólakennarar - Leikskólinn Grænaborg

Vilt þú taka þátt í að byggja upp faglegt og öflugt leikskólastarf hjá Suðurnesjabæ?

Suðurnesjabær auglýsir eftir leikskólakennara í 80-100% stöðu í Leikskólann Grænuborg. Leikskólinn er sex deilda og þar eru börn frá 18 mánaða aldri til grunnskólaaldurs. Byggingin er ný og staðsett í afar fallegri náttúru við Byggðaveg í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Lögð er áhersla á hreyfingu, náttúru, listir og útiveru í starfi leikskólans.

Í skólanum starfa um 40 starfsmenn og pláss er fyrir 134 börn. Skólinn er opinn frá 07:45 til 16:15 alla daga.

Leikskólastjórar eru Arnheiður Elsa Hannesdóttir og Karen Sif Sverrisdóttir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð samskiptahæfni
  • Sveigjanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakarvottorð 
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Byggðavegur 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar