
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna í Grafarvogi
Á Móavegi er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipt. Þjónustan miðar að því að efla færni og lífsgæði íbúa sem gerir þeim kleift að búa sjálfstætt og lifa sjálfstæðu lífi með það að markmiði að aðstoða þau í að skapa og þróa ný tækifæri í sínu lífi. Stefnan er að veita ávallt framúrskarandi gæðaþjónustu til íbúana. Í boði er spennandi starf, þar sem veitt er einstaklingsbundin þjónusta í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsagnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
- Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.
- Starfsmaður vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks til að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þeirra.
- Markmiðið er að styðja einstaklinga við að búa á eigin heimili, stunda vinnutengda stoðþjónustu, auka samfélagsþátttöku, sækja þjónustu og njóta menningar og félagslífs.
- Leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins og laga þjónustuna að breytilegum þörfum og aðstæðum viðkomandi á hverjum tíma. Virða ber sjálfræði einstaklinga og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum https://www.coe.int/en/web/common-european-framework-reference-languages/table-2-cefr-3.3-common-reference-levels-self-assessment-grid
- Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur23. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Móavegur 2, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Skammtímadvöl í Árlandi 9 óskar eftir að ráða metnaðarfullan stuðningsráðgjafa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Viltu vera hluti af einu áhugaverðasta teymi borgarinnar?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Fagaðili óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Framtíðarstarf - 60% starf stuðningsfulltrúa í vaktavinnu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðingsfulltrúi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Fagfólk í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór

Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar á bráðalegudeild lyndisraskana
Landspítali

Kvíslarskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa
Kvíslarskóli

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Vesturbæjarskóli - Stuðningsfulltrúi
Vesturbæjarskóli

Krókamýri, heimili fatlaðs fólks óskar eftir starfsfólki
Garðabær

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Stuðningsfulltrúi í Suðurhlíðarskóla
Suðurhlíðarskóli

Ævintýragjarn aðstoðarmaður óskast!
NPA miðstöðin

Hressar aðstoðarkonur óskast á þriðjudögum og um helgar
Anna Kristín Jensdóttir

Stuðningsfulltrúi í sérdeild- hlutastarf
Fellaskóli

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Flataskóla
Flataskóli