Vesturbæjarskóli
Vesturbæjarskóli

Vesturbæjarskóli - Stuðningsfulltrúi

Laus er til umsóknar staða stuðningsfulltrúa í 60-75% starf í Vesturbæjarskóla frá 11. september 2024.

Sækja þarf um stöðuna í gegnum þennan link https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/37213

Vesturbæjarskóli er í Vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 280 nemendur í 1.-7. bekk og 50 starfsmenn. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti sem kennarar hafa sameinast um, verk- og listgreinakennslu, valtíma og útikennslu og markvisst er unnið að skólaþróun. Kennarar vinna í teymum og deila ábyrgð á námi og velferð nemenda. Skólabragurinn einkennist af jákvæðum anda, samstarfi og virðingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vera kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.
  • Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.
  • Að auka færni og sjálfstæði nemenda félagslega, í námi og í athöfnum daglegs lífs.
  • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
  • Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði.
  • Íslenskukunnátta C2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Evropski-tungumalaramminn.pdf
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Samgöngustyrkur ef það á við
  • Menningarkort
  • Íþróttastyrkur
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Laun (á mánuði)1 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólvallagata 67, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar