
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Um er að ræða 70 - 80% starf frá 25. ágúst 2025. Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.
Skólastarf Grunnskóla Reyðarfjarðar miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnrey.is
Reyðarfjörður er í hjarta Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka nemenda og gæsla í frímínútum.
- Annast almenna ræstingu á skólahúsnæði.
- Fylgjast með og aðstoða börn í leik og starfi.
- Undirbúningur fyrir matmálstíma og skömmtun á mat.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Ábyrgð í starfi og stundvísi.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Fagfólk í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór

Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar á bráðalegudeild lyndisraskana
Landspítali

Kvíslarskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa
Kvíslarskóli

Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vesturbæjarskóli - Stuðningsfulltrúi
Vesturbæjarskóli

Sérkennsluteymi - leikskólinn Ösp
Leikskólinn Ösp

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Stuðningsfulltrúi í Suðurhlíðarskóla
Suðurhlíðarskóli

Stuðningsfulltrúi í sérdeild- hlutastarf
Fellaskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Flataskóla
Flataskóli