Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildarstjóri frístunda barna og unglinga

Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af starfi með börnum og unglingum með áherslu á félafsmiðstöðva- og frístundastarf ? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með börnum og unglingum? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning starfs og reksturs félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar.
  • Þáttaka í skipulagningu starfs og reksturs frístundaþjónustu Fjarðabyggðar.
  • Hvetja til og skipuleggja klúbbastarf.
  • Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
  • Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frítímastarfi.
  • Þáttaka í stuðningsteymum vegna farsældar barna.
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla í starfi með börnum og ungu fólki.
  • Menntun í tómstundafræðum eða sambærilegu námi æskileg.
  • Þekking og reynsla af málefnum frítímans.
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
  • Sveigjanleiki og hjálpsemi.
  • Virðing fyrir einstaklingum, skoðunum og upplifun þeirra.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar