
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Deildarstjóri frístunda barna og unglinga
Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af starfi með börnum og unglingum með áherslu á félafsmiðstöðva- og frístundastarf ? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með börnum og unglingum? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!
Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning starfs og reksturs félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar.
- Þáttaka í skipulagningu starfs og reksturs frístundaþjónustu Fjarðabyggðar.
- Hvetja til og skipuleggja klúbbastarf.
- Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
- Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frítímastarfi.
- Þáttaka í stuðningsteymum vegna farsældar barna.
- Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í starfi með börnum og ungu fólki.
- Menntun í tómstundafræðum eða sambærilegu námi æskileg.
- Þekking og reynsla af málefnum frítímans.
- Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
- Sveigjanleiki og hjálpsemi.
- Virðing fyrir einstaklingum, skoðunum og upplifun þeirra.
- Góð samskiptahæfni.
- Almenn tölvukunnátta
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Starfskraftur í frístund/skilavakt/stuðningur í Barnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ
Hjallastefnan

Kennari/leiðbeinandi óskast í leikskólann Nóaborg - 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg

Tómstundaleiðbeinendur í Mosann – Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær

Íþróttafulltrúi og yfirmaður íþróttamannvirkja
Skaftárhreppur

Frístundastarfsmaður óskast
Helgafellsskóli

Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli

Frístundaleiðbeinandi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Lágafellsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum
Lágafellsskóli

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Skemmtileg hlutastörf í boði í Breiðholti
Frístundamiðstöðin Miðberg

Forstöðumaður félagsmiðstöðva eldra fólks
Garðabær