

Frístundaleiðbeinandi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársnes óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í frístundina Vinahól.
Barnaskóli Kársnes er nýr sameinaður grunn- og leikskóli í vesturbæ Kópavogs. Í grunnskólahluta skólans eru nemendur í 1. til 10. bekk og um 100 starfsmenn. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með börnum í 1.-4. bekk að skóladegi loknum. Frístundin Vinahóll starfar í anda stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístundastarfs og klúbbastarfs en þar er lögð áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Vinnutími getur hentað fólki sem er í námi.
Um ótímabundna ráðningu er að ræða. Ráðningahlutfall er 37,5% og vinnutími eftir hádegi.
Leiðbeina börnum í leik og starf
Stuðlar að jákvæðum samskiptum
Gengur í tilfallandi verkefni innan frístundarheimilis
Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
Reynsla og áhugi á starfi með börnum æskileg
Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
Góð íslenskukunnátta skilyrði
Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Kópavogsbæjar












