
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Starfsmaður í aksturþjónustu fyrir fatlað fólk
Ert þú dugmikill einstaklingur með meirapróf og reynslu af starfi með fötluðu fóki? Við erum að leita að starfsmanni sem sinnir aksturþjónustu fyrir fatlað fólk í Fjarðabyggð. Starfinu fylgir töluverð aðstoð við fatlað fólk. Einnig felur starfið í sér stuðning við einstaklinga í búsetuþjónustu Fjarðabyggðar eins og dagskrá leyfir.
Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Keyrir fólki með stuðningsþarfir í Fjarðabyggð eftir samþykktum, þörf og skipulagi.
- Annast stuðning við þá sem nýta akstur eins og þörf er á.
- Akstur á milli staða, s.s. skóla, heimilis, vinnu, dagvistunar, heilsugæslu og vegna frístunda.
- Annast stuðning við þjónustuþega félags- og búsetuþjónustu eftir samkomulagi.
- Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meiraprófsréttindi til að keyra sérútbúinn bíl fyrir fatlað fólk eru áskilin.
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki er æskileg.
- Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Cleaning Camper Vans
Campeasy

Fóðurbílstjóri
Eimskip

Akstur og vinna í vöruhúsi
Dropp

Meiraprófsbílstjóri (CE) og starfsmaður á útisvæði / CE driver with experience
Einingaverksmiðjan

Steypubílstjóri á Selfossi
Steypustöðin

Bílstjóri í ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg
GTS ehf

bílstjóri og aðstoð í eldhúsi
Veislulist

Vagnstjóri / City Bus Driver
Almenningsvagnar Kynnisferða ehf

Pikkoló sendill óskast!
Pikkoló ehf.

Borgarnes: Meiraprófsbílstjóri óskast ( C driver )
Íslenska gámafélagið

Bílstjóri / Lestunarmaður
Vaðvík

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf