Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Starfsmaður í aksturþjónustu fyrir fatlað fólk

Ert þú dugmikill einstaklingur með meirapróf og reynslu af starfi með fötluðu fóki? Við erum að leita að starfsmanni sem sinnir aksturþjónustu fyrir fatlað fólk í Fjarðabyggð. Starfinu fylgir töluverð aðstoð við fatlað fólk. Einnig felur starfið í sér stuðning við einstaklinga í búsetuþjónustu Fjarðabyggðar eins og dagskrá leyfir.

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Keyrir fólki með stuðningsþarfir í Fjarðabyggð eftir samþykktum, þörf og skipulagi.
  • Annast stuðning við þá sem nýta akstur eins og þörf er á.
  • Akstur á milli staða, s.s. skóla, heimilis, vinnu, dagvistunar, heilsugæslu og vegna frístunda.
  • Annast stuðning við þjónustuþega félags- og búsetuþjónustu eftir samkomulagi.
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meiraprófsréttindi til að keyra sérútbúinn bíl fyrir fatlað fólk eru áskilin.
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er æskileg.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar