Pikkoló ehf.
Pikkoló ehf.
Pikkoló ehf.

Pikkoló sendill óskast!

Pikkoló leitar af hressum og hraustum einstaklingum með áhuga á að taka þátt í að breyta leiknum á matvörumarkaði og hjálpa fólki að nálgast mat - og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti.

Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf á dagvinnutíma og um helgar. Krafa er gerð um bílpróf og að einstaklingurinn sé 20 ára eða eldri.

Hvað er Pikkoló?

Pikkoló er spennandi nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun á sjálfbæru snjalldreifikerfi fyrir matvöruverslanir á netinu. Meginmarkmið Pikkoló er að hjálpa fólki að nálgast mat-og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. Þetta gerir Pikkoló með því að tengja matvöruverslanir við umhverfisvænar sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló sem staðsettar eru í nærumhverfi fólks.

Hlutverk þitt sem Pikkoló sendill.

Hlutverk Pikkoló sendla snýst fyrst og fremst um að sækja pantanir í verslanir og koma þeim fyrir í kældum sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að vaxa í starfi og vera partur af frábæru teymi sem vinnur að uppbyggingu á einu ferskasta nýsköpunarfyrirtæki landsins!

Umsóknarfrestur er til 1.ágúst 2025

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sækja pantanir í verslanir
  • Dreifa pöntunum í Pikkoló stöðvar
  • Afgreiða pantanir
  • Þátttaka í vöruþróun
  • Frágangur og önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf
  • Jákvæðni og framúrskarandi þjónustulund
  • Reynsla af útkeyrslu er æskileg
  • Menntun sem nýtist í starfi kostur
Auglýsing birt10. júlí 2025
Umsóknarfrestur1. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Útkeyrsla
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar