Skaftárhreppur
Skaftárhreppur

Íþróttafulltrúi og yfirmaður íþróttamannvirkja

Skaftárhreppur auglýsir lausa stöðu íþróttafulltrúa og yfirmanns íþróttamannvirkja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun og skipulagning íþróttastarfs fyrir alla aldurshópa
  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja Skaftárhrepps
  • Rekstur og dagleg stjórnun íþróttamannvirkja
  • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana auk kynningarefnis
  • Þjálfun á íþróttaæfingum barna- og unglinga sem og umsjón með hreyfingu eldri borgara
  • Náið samstarf við Ungmennafélagið ÁS, skólasamfélagið og aðra sem sinna tómstundamálum auk Ungmennaráðs 
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er starfsmaður stjórnar Ungmennafélagsins ÁS og hefur umsjón með heimasíðu UMFÁS 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
  • Áhugi og þekking á íþrótta- og tómstundastarfi
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogafærni og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur13. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar