Akureyri
Akureyri
Akureyri

Lundarskóli: Deildarstjóri stoðþjónustu

Við Lundarskóla er laus til umsóknar 100% ótímabundin staða deildarstjóra stoðþjónustu í Lundarskóla.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í september 2025 eða skv. samkomulagi.

Deildarstjóri stoðþjónustu ber ábyrgð á framkvæmd stoðþjónustu í skólanum. Deildarstjóri starfar skv. lögum og reglugerð um grunnskóla, lögum um málefni fatlaðra, lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá grunnskóla, menntastefnu Akureyrarbæjar og skólastefnu Lundarskóla.

Meginþungi starfs deildarstjóra stoðþjónustu er að halda utan um stoðþjónustu skólans og tryggja samvinnu allra sem að málum koma. Deildarstjóri stoðþjónustu skal tryggja fjölbreyttan stuðning við starfsemi og starfshætti í skólum, starfsfólk þeirra og forsjáraðila með ráðgjöf og fræðslu. Einnig sinnir deildarstjóri öðrum faglegum verkefnum sem starfsemi grunnskólans kallar eftir og og falla innan menntunar og starfssviðs hans. Deildarstjóri ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart skólastjóra.

Leitað er að einstaklingi með metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan nemenda í samstarfi við starfsmenn og aðra stjórnendur skólans.

Í Lundarskóla er unnið með SMT skólafærni og heilsueflandi skóla. Lundarskóli leggur áherslu á teymisvinnu og framþróun í skólastarfi.

Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing, vellíðan.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.lundarskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati stoðþjónustu í skóla ásamt skólastjóra og leiðir stoðteymi skólans.
  • Stýrir teymi stoðþjónustunnar innan skólans.
  • Leiðir, ásamt stoðþjónustuteymi, formlegt samstarf heimilis, skóla og skólaþjónustu Akureyrarbæjar vegna nemenda sem njóta stoðþjónustu (teymis-, skimunar- og skilafundir).
  • Sér um gerð vinnuskipulags fyrir starfsfólk stoðþjónustu og stuðningsfulltrúa.
  • Tryggir að skimanir og greiningar séu gerðar í samræmi við skimunaráætlun.
  • Tryggir að þjálfun sé í samræmi við þjálfunaráætlun.
  • Kennslu/þjálfun sem felur í sér sérstakan undirbúning vegna sértækra þarfa eða öðru því sem tekið er fram í einstaklingsnámskrá.
  • Heldur utan um niðurstöður greininga/skimana, skipuleggur og/eða fylgir eftir inngripum í kjölfar skimana.
  • Er tengiliður skólans í þágu farsældar barna skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við aðra deildarstjóra skólans.
  • Tryggir að haldnir séu upplýsingafundir til starfsfólks vegna þarfa nemenda.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða stoðþjónustu sem yfirmaður felur honum.
  • Er í stjórnendateymi skólans. 
  • Tekur almennt þátt í þróunarstarfi skólans.
  • Fylgir stefnu skólans í starfi.
  • Önnur störf sem skólastjóri felur deildarstjóra og falla undir stoðþjónustu skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám í kennarafræðum, iðjuþjálfun eða þroskaþjálfun og starfsleyfi sem kennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
  • Viðbótarmenntun á sviði sérkennslufræða, farsældar, stjórnunar eða önnur viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af skipulagningu og undirbúningi náms og kennslu eða þjálfunar í þeim tilgangi að mæta markmiðum nemenda.
  • Þekking á nýtingu fjölbreyttra kennsluhátta eða þjálfunaraðferðum í samræmi við þarfir nemenda.
  • Færni til þess að leggja mat á og greina framvindu náms/þjálfunar.
  • Reynsla af teymissamstarfi með það að markmiði að styðja við og þroska, velferð og vellíðan nemenda.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Skipulagsfærni, sveigjanleiki og víðsýni.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð kunnátta í ensku.
  • Góð tölvufærni.
  • Metnaður til árangurs.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur26. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar