Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Félagsmiðstöðin Fókus, hlutastarf

Við auglýsum eftir öflugu starfsfólki í hlutastarf í félagsmiðstöðina Fókus, Ingunnarskóla en félagsmiðstöðin er fyrir 10-16 ára börn í Ingunnarskóla, Grafarholti. Umsækjendur þurfa að hafa mikinn áhuga á að vinna með börnum og unglingum og vera með stúdentspróf.

Fókus tilheyrir Frístundamiðstöðinni Brúnni. Brúin starfrækir níu félagsmiðstöðvar í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti og Úlfarsárdal sem heita Ársel, Fellið, Fjörgyn, Fókus, Holtið, Plútó, Sigyn, Vígyn og sértæka félagsmiðstöðin Höllin.

Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf.

Markhópur félagsmiðstöðva eru börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er annarsvegar á kvöldin og hinsvegar eftir hádegi og á kvöldin.


Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 21. ágúst 2025 til byrjun júní 2026.

Umsækjendur þurfa að vera með stúdentspróf og vera á tuttugasta aldursári.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning á faglegu félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
  • Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
  • Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Fjölbreytt færni sem nýtist í starfi með börnum og unglingum.
  • Reynsla af félagsstörfum, eða frítímastarfi með börnum og unglingum.
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Færni í samskiptum.
  • Íslensku kunnáta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • Þægileg vinna samhliða námi
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Maríubaugur 1, 113 Reykjavík
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar