
Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin óskar eftir starfsfólki næsta vetur í frístundaheimilin Brosbæ í Engjaskóla, Fjósið við Sæmundarskóla, Hvergiland í Borgaskóla, Kastala í Húsaskóla, Regnbogaland í Foldaskóla, Simbað sæfara í Hamraskóla, Stjörnuland í Ingunnarskóla, Tígrisbæ við Rimaskóla, Töfrasel við Árbæjarskóla og Víðisel í Selásskóla.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar og býður upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur.Meginmarkmið starfsins er að efla félags- og samskiptafærni barna í gegnum leik og starf. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur en þeir eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu.
- Skipuleggja og framkvæma faglegt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn.
- Leiðbeina börnum í leik og starfi.
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á að vinna með börnum.
- Frumkvæði og sjálfstæði.
- Færni í samskiptum.
- Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.













