
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Leikskólakennari við Kærabæ, Fáskrúðsfjörður
Kæribær er 42 nemenda skóli sem skiptist á 2 deildar. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Kæribær vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur undir stjórn deildarstjóra að uppeldi og menntun barnanna
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar
- Situr starfsmannafundi, deildarfundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varða starfsemi leikskólans
- Samstarf við foreldra/forráðamenn barna á leikskólanum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
- Reynsla af starfi með börnum æskileg
- Ábyrgð og stundvísi
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt24. júní 2025
Umsóknarfrestur29. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Fræðslu- og lýðheilsusvið: Ráðgjafi í skólaþjónustu
Akureyri

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinandi/frístundaráðgjafi
Mosfellsbær

Leikskólakennari - Hamrar
Leikskólinn Hamrar

Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir kennara í textílmennt
Garðabær

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla
Snælandsskóli

Hlutastarf í Frístundaklúbbnum Úlfinum
Frístundaklúbburinn Úlfurinn

Frístundarleiðbeinandi í Lágafellsskóla
Lágafellsskóli

Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)