

Hlutastarf í Frístundaklúbbnum Úlfinum
Frístundaklúbburinn Úlfurinn í Mosfellsbæ leitar að áhugasömu og öflugu starfsfólki í skemmtilegt hlutastarf.
Úlfurinn er með frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 10 -20 ára að loknum hefðbundnum skólatíma. Markmið frístundaklúbbsins er að veita börnum og ungmennum einstaklingsmiðaða þjónustu með skipulögðum tómstundum. Starfsfólk aðstoðar börn og ungmenni við daglegar athafnir ásamt því að leiðbeina þeim í leik og starfi.
Starfað er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar þar sem kjarninn er að sýna hlýju og skilyrðislausa umhyggju í garð annarra.
Hæft og áhugasamt starfsfólk er lykillinn að því að veita börnum og foreldrum sem sækja þjónustu til Úlfsins fyrsta flokks þjónustu og er lagt upp úr því að Úlfurinn sé góður vinnustaður og þar starfi öflugur starfsmannahópur.
Í boði eru 30-60% hlutastörf eftir hádegi og er starfið því kjörið fyrir þau sem eru að leita að skemmtilegu hlutastarfi með námi eða þeim sem hentar að vera í hlutastarfi eftir hádegi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Vinna samkvæmt samþykktri einstaklingsáætlun
- Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir börn og ungmenni 10-20 ára
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að frístundastarfinu
- Áhugi á að vinna með ungu fötluðu fólki
- Reynsla af starfi með fötluðu ungu fólki er kostur
- Þjónustulund og jákvæðni í starfi
- Góðir samstarfs-og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
- Aldurstakmark 18 ára












