Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri

Viltu vinna í frábærum og framsæknum leikskóla?

Reykjanesbær auglýsir eftir leikskólastjóra til að leiða faglegt starf í leikskólanum Holti. Holt er sex deilda leikskóli þar sem 106 börn dvelja daglega í umhverfi sem einkennist af gleði, virðingu, sköpun og þekkingarleit.

Við leitum að leiðtoga með drifkraft, frumkvæði og ástríðu fyrir leikskólastarfi sem vill leiða metnaðarfullt leikskólastarf og taka þátt í öflugu lærdómssamfélagi Reykjanesbæjar. Á Holti byggist námið á hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem tónlist er markvisst unnin með öllum aldurshópum. Leikskólinn hefur jafnframt tekið þátt í Erasmus-verkefnum og hlotið viðurkenningar fyrir þau.

Reykjanesbær er heilsueflandi sveitarfélag þar sem allir leikskólar taka þátt í verkefninu Heilsueflandi leikskólar. Gildi sveitarfélagsins eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að nýr leikskólastjóri endurspegli þessi gildi í starfi sínu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri leikskólans.
  • Stefnumörkun leikskólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar.
  • Mannauðsmál, þar með talið ráðningar, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Samstarf við foreldra, nemendur og aðra hagsmunaaðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntamála æskileg.
  • Reynsla af stjórnun og faglegri forystu.
  • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og framsýni.
  • Mjög góð hæfni í almennri tölvukunnáttu.
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
Hlunnindi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum 
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur26. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar