

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri
Viltu vinna í frábærum og framsæknum leikskóla?
Reykjanesbær auglýsir eftir leikskólastjóra til að leiða faglegt starf í leikskólanum Holti. Holt er sex deilda leikskóli þar sem 106 börn dvelja daglega í umhverfi sem einkennist af gleði, virðingu, sköpun og þekkingarleit.
Við leitum að leiðtoga með drifkraft, frumkvæði og ástríðu fyrir leikskólastarfi sem vill leiða metnaðarfullt leikskólastarf og taka þátt í öflugu lærdómssamfélagi Reykjanesbæjar. Á Holti byggist námið á hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem tónlist er markvisst unnin með öllum aldurshópum. Leikskólinn hefur jafnframt tekið þátt í Erasmus-verkefnum og hlotið viðurkenningar fyrir þau.
Reykjanesbær er heilsueflandi sveitarfélag þar sem allir leikskólar taka þátt í verkefninu Heilsueflandi leikskólar. Gildi sveitarfélagsins eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að nýr leikskólastjóri endurspegli þessi gildi í starfi sínu.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri leikskólans.
- Stefnumörkun leikskólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar.
- Mannauðsmál, þar með talið ráðningar, vinnutilhögun og starfsþróun.
- Samstarf við foreldra, nemendur og aðra hagsmunaaðila skólasamfélagsins.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntamála æskileg.
- Reynsla af stjórnun og faglegri forystu.
- Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
- Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
- Frumkvæði, sveigjanleiki og framsýni.
- Mjög góð hæfni í almennri tölvukunnáttu.
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó












