

Aðstoðarmatráður og starfsmaður í skólaeldhús
Waldorfskólinn Sólstafir í Reykjavík óska að ráða aðstoðarmatráð í leikskóla- og skólaeldhús sitt.
Boðið er upp á fjölbreytt og gott lífrænt grænmetisfæði alla daga í hádeginu á báðum skólastigum.
Starfið er 100% staða.
Ennfremur er laus staða aðstoðarmanns í skólaeldhúsið.
Starfið er hlutastarf 40% staða. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
1.Starf aðstoðarmatráðs
• starfar undir stjórn matráðs
• aðstoðar við gerð og framreiðslu fæðis fyrir nemendur og starfsfólk skóla
samkvæmt skilgreindu dagsskipulagi s.s. hádegismat og síðdegishressingu
• annast frágang í mötuneyti og eldhúsi og sér um að halda rýminu hreinu
Starfsmenn í mötuneyti þurfa að bera góða færni í mannlegum samskiptum og vera
með ríka þjónustulund þar sem starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna.
2. starf aðstoðarmanns í skólaeldhúsi
• Starfar undir stjórn matráðs
• Sér um uppvask í hádeginu og aðstoðar í matsal
• Vinnur að öðrum undirbúningi, þrifum og frágangi sem matráður setur fyrir
Reynsla af starfi í mötuneyti eða við matreiðslu / veitingastörf æskileg.
Starfsfólk fær frítt fæði í kaffi og hádegismat.













