
Kjarkur endurhæfing
Kjarkur endurhæfing er endurhæfingarúrræði sem veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við heila- og taugaskaða. Við sinnum endurhæfingu í dag- og sólarhringsþjónustu.

Matartæknir/matráður
Kjarkur endurhæfing óskar eftir að ráða matartækni/matráð til starfa. Lögð er áhersla á að elda hollan mat frá grunni.
Um er að ræða 100% stöðu í vaktavinnu. Unnið er frá kl 08:00 - 16:00.
Kjarkur endurhæfing er endurhæfingarstofnun sem tekur á móti einstaklingum á aldrinum 18-67 ára sem hafa lokið frumendurhæfingu en þurfa áframhaldandi aðstoð við að aðlagast breyttum aðstæðum og færni.
Hjá Kjarki starfar fjölbreyttur hópur sem sinnir endurhæfingu og eldhúsið er mikilvægur hluti af þjónustunni með áherslu á næringu og vellíðan þjónustuþega.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framleiðsla á hollum og næringarríkum mat
- Undirbúningur, eldamennska og frágangur
- Tryggja hreinlæti og öryggi í eldhúsi
- Sinna þeim verkefnum sem falla undir starfsemi eldhúss
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í matartækni er skilyrði eða mikil reynsla af störfum í mötuneyti
- Reynsla af matreiðslu og vinnu í eldhúsi
- Þekking á næringarinnihaldi og hollustu matvæla
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Áhugi á að framleiða hollan og næringarríkan mat
- Sjálfstæði, skipulag og metnaður í vinnubrögðum
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Gott vald á íslenskri tungu er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Jafnlaunavottun
- Íþróttastyrkur
- Virkt starfsmannafélag
- Styttri vinnuvika
- Góð vinnuaðstaða
Auglýsing birt18. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hátún 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFrumkvæðiJákvæðniSkipulagStundvísiVandvirkniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í mötuneyti ÚA
Útgerðarfélag Akureyringar

Starfsfólk óskast!
Bragðheimar ehf.

Matráður í mötuneyti í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði
Skólar Þingeyjarsveitar

Lindaskóli óskar eftir aðstoðarmanni í mötuneyti nemenda
Lindaskóli

Chef/Cook Wanted
Eco Ísland ehf.

Fabrikkan- shift manager grill
Hamborgarafabrikkan

Boom Boom Kringlan, Fullt starf
Boom Boom

Kokkur / Chef - In Borgarnes with accommodation
Bgrill ehf.

Multiple Positions Available
Efstidalur 2

Aðstoð í mötuneyti í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði
Skólar Þingeyjarsveitar

Kokkur í Smáralind
Hjá Höllu

Skóla- og frístundaliði í nemendaeldhús – Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær