

Kokkur í Smáralind
Hjá Höllu opnar nýjan og spennandi stað í nýrri og glæsilegri mathöll í Smáralind í Nóvember 2025. Við leitum því að metnaðarfullum og jákvæðum kokki til að ganga til liðs við okkur.
Við leggjum áherslu á hágæða hráefni, ferskleika og hlýlega þjónustu. Ef þú hefur ástríðu fyrir góðum mat og vilt vera hluti af kröftugu teymi sem brennur fyrir vönduðum heimilismat með smá tvisti þá viljum við heyra frá þér.
Ef þetta hljómar eins og eitthvað fyrir þig þá hvetjum við þig að sækja um hér fyrir neðan eða senda umsókn og ferilskrá á [email protected].
Undirbúningur og eldamennska samkvæmt uppskriftum og hugmyndafræði Hjá Höllu.
Samstarf við teymið í afgreiðslu.
Virk þátttaka í þróun matseðla með áherslu á að tryggja gæði, hreinlæti og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum.
Reynsla sem kokkur eða matreiðslumaður er nauðsynleg.
Metnaður og nákvæmni í vinnubrögðum.
Jákvætt viðmót og góð samskipti.
Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi.
Sveigjanleiki til að vinna bæði virka daga og helgar.
Við bjóðum upp á:
Nýtt, fallegt og vel búið eldhús.
Gott starfsumhverfi í vaxandi fyrirtæki.
Tækifæri til að hafa áhrif og vaxa með okkur.
Góð laun eftir reynslu og hæfn.













