

Sjálandsskóli auglýsir eftir starfsmanni í Sælukot
Sjálandsskóli auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í frístundaheimilið Sælukot. Opnunartími frístundar er frá kl. 13:00 -16:30. Í boði eru tímavinnustörf og hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hentar vel sem aukavinna með námi.
Í Sælukoti eru um 130 börn við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi.
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu frístundastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla.
• Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd á faglegu frístundastarfi
• Leiðbeina börnum í leik og stýra hópavinnu í frístundastarfi
• Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
• Sinnir frágangi á starfssvæði frístundar
• Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins
• Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
• Ánægja af starfi með börnum
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Sveigjanleiki og jákvætt viðhorf
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd
• Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum

















