Garðabær
Garðabær
Garðabær

Sjálandsskóli auglýsir eftir starfsmanni í Sælukot

Sjálandsskóli auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í frístundaheimilið Sælukot. Opnunartími frístundar er frá kl. 13:00 -16:30. Í boði eru tímavinnustörf og hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hentar vel sem aukavinna með námi.
Í Sælukoti eru um 130 börn við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi.
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu frístundastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd á faglegu frístundastarfi
•    Leiðbeina börnum í leik og stýra hópavinnu í frístundastarfi
•    Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
•    Sinnir frágangi á starfssvæði frístundar
•    Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
•    Ánægja af starfi með börnum
•    Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
•    Sveigjanleiki og jákvætt viðhorf
•    Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
•    Snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd
•    Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum

Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur4. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Langalína 8, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar