
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar.
Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 440 í tæplega 300 stöðugildum.
Félagið veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

Stuðningsfulltrúi í Vinnu og virkni
Ás styrktarfélag veitir fötluðu fólki fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Starfsmenn í vinnu og virkni taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.
Í Vinnu og virkni eru laus störf stuðningsfulltrúa í dagvinnu.
Vinnustaðirnir eru:
- Ögurhvarf 6, Kópavogi.
- Stjörnugróf 7-9, Reykjavík.
Óskað er eftir starfsfólki í 100 % starfshlutfall.
Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.00.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veitir fötluðum starfsmönnum aðstoð og leiðbeinir eftir þörfum varðandi vinnu umönnun, félagslega þætti, sjálfshjálp og boðskipti
- Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður starfsmanna með fötlun
- Leiðbeinir og aðstoðar við persónulegar þarfir
- Fylgir í vinnu og virkni tilboð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi - Frístund
Seltjarnarnesbær

NPA assistants wanted
NPA miðstöðin

Hlutastarf eftir hádegi
Leikskólinn Sumarhús

Skólaliðar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum

Skemmtilegt starf í Keflavík!
NPA miðstöðin

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum stuðningsráðgjafa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Klettaskóli - stuðningsfulltrúi
Klettaskóli

Stuðningsfulltrúi - Háteigsskóli 75%
Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið

Mörk - Starfsmaður í iðju- og félagsstarf
Mörk hjúkrunarheimili

Þroskaþjálfar óskast til starfa í félagsþjónustu Sólheima
Sólheimar ses.

Leikskólinn Áshamar: Hlutastarf, kjörið með námi!
Framtíðarfólk ehf.