
Stuðningsfulltrúi - Háteigsskóli 75%
Háteigsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa fyrir skólaárið 2025 - 2026. Starfshlutfall er 75% eða eftir samkomulagi. Um er að ræða einstaklega spennandi og gefandi starf.
Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli með um rúmlega 500 nemendur, staðsettur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar. Í Háteigsskóla er metnaðarfullt skólastarf sem einkennist af framþróun í þágu náms fyrir alla með virðingu fyrir fjölbreytileika, mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum sérhvers nemanda í fyrirrúmi. Samskiptafærni og líðan allra í skólasamfélaginu eru í öndvegi ásamt því að efla seiglu og trú á eigin getu. Skólastarfið byggir á teymiskennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara er á sérhverjum nemendahópi. Háteigsskóli leggur ennfremur áherslu á góðan starfsanda og hefur skólinn verið valinn fyrirmyndarstofnun tvö ár í röð. Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna og vellíðan.
- Vera kennara til aðstoðar vegna sértækra þarfa nemenda.
- Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins.
- Að auka færni og sjálfstæði nemenda félagslega og námslega.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi eynslu í vinnu með börnum í grunnskóla, leikskóla, frístundastarfi eða tómstundastarfi.
- Frumkvæði í starfi og áhugi á skólaþróun.
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
- Íslenskukunnáttu á stigi B2 samvæmt evrópska tungumálarammanum.












