Sólhvörf
Sólhvörf
Sólhvörf

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Sólhvörf

Leikskólinn Sólhvörf er staðsettur í fallegu umhverfi Elliðavatns, við Álfkonuhvarf 17 í Kópavogi. Hann tók til starfa árið 2008 og þar dvelja um 130 börn á aldrinum 1-6 ára á sjö deildum. Einkunnarorð og gildi leikskólans eru virðing, sjálfræði og virkni.

Sólhvörf fylgir áherslum Hugsmíðahyggjunnar í uppeldisstarfi leikskólans með áherslu á sjálfræði barnsins, þar sem börn læra með því að prófa sig áfram í leik og starfi. Leikurinn er kjarninn í uppeldi og menntun hvers barns en í gegnum leikinn byggir barnið upp þekkingu. Lögð er áhersla á að börn læri að bera virðingu og umhyggju fyrir öðru fólki og þrói með sér samkennd, tillitssemi og vináttu.

Í Sólhvörfum vinnur skemmtilegur og samstarfsfús hópur af starfsfólki með víðtæka reynslu. Virðing, sjálfræði og virkni eru gildi sem birtast einnig í vinnu starfsmanna því mikil áhersla er á samhjálp, samvinnu og dreifða ábyrgð starfsmanna.

Athygli er vakin á því að Kópavogur hefur samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkun í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það

Heimasíðan okkar er: https://solhvorf.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
  • Starfið felur í sér almenna kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
  • Styttri vinnuvika, stytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum
  • Frír matur
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Álfkonuhvarf 17, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar