

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi
Reykjakot óskar eftir að ráða sjálfstæðan og reyndan starfsmann til að sinna fjölbreyttum verkefnum tengdum sérkennslu í leikskólanum. Óskað er eftir sérkennara, uppeldismenntuðu fólki og/eða öðru fólki með reynslu til starfa.
Leikskólinn Reykjakot er staðsettur í afar fallegu umhverfi í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Lögð er áhersla á leik barna, málrækt,sköpun og náttúru/umhverfi. Reykjakot er fimm deilda og þar eru 85 börn.
Við skólann starfar matreiðslumaður sem eldar hollan og afar góðan mat.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra og sérkennslustjóra.
Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir.
Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Góð samskiptafærni.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsfólks og afsláttur af leikskólagjöldum
Samgöngustyrkur
Líkamsræktarstyrkur og frítt í sundlaugar Mosfellsbæjar
Ókeypis bókasafnskort
Full vinnustytting er komin á og að jafnaði hættir starfsfólk kl. 14:00 á föstudögum, auk þess að fá vetrarfrí, jólafrí og páskafrí líkt og tíðkast í grunnskólum.












