Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Skólahjúkrunarfræðingur

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun.

Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingurinn starfi á heilsugæslu þegar skólastarf er í fríi

Um er að ræða 60% starf í dagvinnu með möguleika á fullu starfi innan stofnunarinnar. Möguleiki er að ráða tvo hjúkrunarfræðinga í lægra starfshlutfall. Vinnustaðir eru grunnskóli Ísafjarðarbæjar og heilsugæslusvið HVest.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðvera í skólunum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur

  • Skólaskoðanir og bólusetningar

  • Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu

  • Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólanna

  • Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv.

  • Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg

  • Góð íslenskukunnátta

Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur19. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar