Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í málaflokk HMFÞ

Vesturmiðstöð óskar eftir að ráða öflugan teymisstjóra í tímabundna búsetu fyrir konur sem hafa langvarandi reynslu af heimilisleysi. Á heimilinu er veitt sólarhringsþjónusta. Starfsfólk starfar inni á heimili íbúa og veitir fjölbreyttan stuðning með það að markmiði að aðstoða íbúa við að halda heimili, efla vald yfir eigin aðstæðum, auka lífsgæði og eiga innihaldsríkt líf.

Markmið með þjónustunni er að veita heimilislausum konum með miklar og flóknar þjónustuþarfir tímabundna búsetu til að meta betur langvarandi stuðnings- og húsnæðisþörf íbúa á heildstæðan og einstaklingsmiðan hátt. Með því eru gerðar ákveðnar kröfur um skipulag og innihald þjónustunnar. Þjónustan er einstaklingsmiðuð, batamiðuð og tekur mið af hugmyndafræði um sjálfstætt líf og skaðaminnkun.

Mikil áhersla er lögð á fagvinnu og starfar teymisstjóri á dagvöktum. Í boði er spennandi starf í uppbyggingu og mótun nýs búsetuúrræðis og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framkvæmd og skipulagi á daglegri þjónustu við íbúa í samráði við forstöðumann.
  • Ber ábyrgð á gerð og endurmati einstaklingsáætlana í samvinnu við íbúa og forstöðumann.
  • Veitir íbúum fjölbreyttan stuðning og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og aðstoðar í viðeigandi úrræði.
  • Kemur að almennu heimilishaldi, líkt og þrifum, tiltekt og matseld.
  • Er leiðandi þegar kemur að faglegum vinnubrögðum, vinnu eftir verklagi og hugmyndafræðilegri nálgun á heimilinu.
  • Leiðbeinir og veitir starfsfólki fræðslu, samræmir fagleg vinnubrögð og þróar verkferla og vinnulög á heimilinu, í samráði við forstöðumann.
  • Tekur þátt í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa og kemur á samstarfi við fagaðila og þjónustuúrræði.
  • Leysir af forstöðumann og er hluti af stjórnunarteymi starfsstaðar.
  • Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda eða fjölþættan vanda.
  • Umburðarlyndi, virðing og skilningur fyrir fólki sem glímir við vímuefnavanda er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á skaðaminnkandi hugmyndafræði, notendasamráði og áfallamiðaðri nálgun.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og faglegum vinnubrögðum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Ökuréttindi.
  • Íslenskukunnátta B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Styttri vinnuvika
  • Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
  • Sund- og menningarkort
Auglýsing birt15. september 2025
Umsóknarfrestur26. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 34, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar