Lotus Car Rental ehf.
Lotus Car Rental ehf.
Lotus Car Rental ehf.

Rekstrarstjóri þjónustudeildar

Lotus Car Rental leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum leiðtoga til að stýra þjónustudeild fyrirtækisins. Rekstrarstjóri þjónustudeildar ber ábyrgð á daglegum rekstri afgreiðslu og bílaþvottar, sem og mannahaldi og skipulagi deildarinnar.

Við leitum að einstaklingi með góða stjórnunarhæfni, reynslu af þjónustustýringu og hæfileika til að leiða teymi í hröðu og krefjandi umhverfi. Þetta er lykilhlutverk í ört vaxandi fyrirtæki þar sem gæði og ánægja viðskiptavina eru í forgangi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bera ábyrgð á daglegum rekstri bílaþvottar og afgreiðslu.
  • Bera ábyrgð á ráðningum í þjónustudeild (þrif og afgreiðslu).

  • Sjá um gerð og eftirfylgni vaktarplans.

  • Tryggja skilvirka, samræmda og faglega þjónustu við viðskiptavini.

  • Þróa og bæta verklag, ferla og þjónustustýringu í deildinni.

  • Veita stuðning og leiðsögn til vaktstjóra og starfsmanna í daglegum störfum.

  • Vinna með stjórnendum annarra deilda að sameiginlegum markmiðum.

  • Leiða umbótaverkefni og fylgja þeim eftir.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og teymisleiðtogahlutverki.

  • Sterk samskiptafærni og hæfni til að hvetja og leiða starfsfólk.

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.

  • Þekking á þjónustustýringu og ferlabótum.

  • Greiningarhæfni og geta til að vinna markvisst að markmiðum og áætlunum.

  • Áhugi og reynsla af innleiðingu nýrra lausna og stafrænnar þróunar er kostur.

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.

Fríðindi í starfi
  • Heitur matur í hádeginu alla virka daga.

  • Langtímaleigu á bíl á hagstæðum kjörum.

Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Flugvellir 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar