Lotus Car Rental ehf.
Lotus Car Rental ehf.
Lotus Car Rental ehf.

Verkstæðisformaður

Lotus Car Rental leitar að öflugum og skipulögðum leiðtoga til að stýra verkstæði okkar í Reykjanesbæ.

Við leitum að einstaklingi sem er ákveðinn, drífandi og skipulagður – einstaklingi sem hefur bæði faglega þekkingu og leiðtogahæfileika til að tryggja framúrskarandi árangur.

Vinnutími: 08:00–16:00, mánudaga til föstudaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með bifreiðaverkstæði Lotus Car Rental

  • Verkstjórn og dagleg stjórnun starfsmanna

  • Skipulagning verkefna og mannaforráð

  • Yfirumsjón með lager og vöruhúsi

  • Innkaup og utanumhald um varahluti

  • Eftirlit og eftirfylgni með verkum

  • Samskipti við viðskiptavini og birgja

  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri verkstæðis

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í bifvélavirkun eða sambærileg menntun er mikill kostur

  • Reynsla af verkstjórn og rekstri verkstæðis er æskileg

  • Skipulagshæfni, frumkvæði og drifkraftur

  • Hæfni til að leiða teymi og taka ákvarðanir

  • Góð tölvukunnátta

  • Áhugi á að þróa og bæta vinnustaðinn

Fríðindi í starfi
  • Góð kjör á langtímaleigu bifreiða
  • Heitur matur í hádegi
Auglýsing birt9. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Flugvellir 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar