
Vélvirki / Vélstjóri
Frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan vélvirkja/ vélstjóra
Vegna aukinna umsvifa leitar Alkul/Stólpi smiðja að drífandi einstaklingi í framtíðarstarf við viðgerðir og viðhald á m.a kælikerfum fyrir skipafélög, flutningsaðila, stórmarkaði ofl. Leitað er eftir lausnarmiðuðum útsjónarsömum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og með öðrum.
Stólpi ehf. er hluti af samstæðu Styrkáss. Styrkás stefnir á að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta þá innviða- og atvinnuvegafjárfestingu sem fram undan er á Íslandi. Samstæðan er með markmið um innri og ytri vöxt á fimm kjarnasviðum: orku og efnavöru (Skeljungur), tækjum og búnaði (Klettur), eignaumsýslu og leigustarfsemi (Stólpi), umhverfisþjónustu og iðnaði.
-
Frábært vinnuumhverfi og traustan vinnustað
-
Fjölbreytt verkefni og áskoranir
-
Öflugt teymi með jákvæðum starfsanda
- Virkt starfsmannafélag
- Niðurgreiddan mat
-
Tækifæri til að vaxa og þróast í starfi
- Góð laun í boði fyrir gott fólk
Í boði er krefjandi starf í skemmtilegu vinnuumhverfi með góð laun.
Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini og samstarf við samhentan hóp vinnufélaga.
Við leitum að einstaklingi sem:
- Býr yfir reynslu af sambærilegum störfum
- Er lipur í mannlegum samskiptum
- Sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Hefur ríka þjónustulund og tekur ábyrgð á verkefnum
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
- þjónusta og viðhald á kælibúnaði
- Reynsla af eða menntun í vélvirkjun, vélstjórn, kælitækni eða sambærileg menntun
- Sjálfstæði vinnubrögð
- Almenn tækniþekking og áhugi, nauðsynlegt.
- Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Lausnamiðað hugarfar
- Íslenskukunnátta













