
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV, Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á www.teledynemarine.com/gavia

Inventory Control Clerk
Teledyne Gavia leitar að áreiðanlegum og skipulögðum einstaklingi í vöruhúsið sitt til að sinna fjölbreyttum verkefnum tengdum móttöku, skráningu og frágangi íhluta fyrir framleiðslu ásamt því að styðja við framleiðslu og afgreiðslu til viðskiptavina. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfni, getur unnið sjálfstætt og hefur áhuga á að vera hluti af hátæknifyrirtæki sem vinnur á alþjóðlegum vettvangi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón með lager og vöruhúsi
- Umsjón með skipulagi á birgðahaldi og vörustýringu ásamt því að sjá um að móta skilvirka vinnuferla er snúa að vörumóttöku og vöruafgreiðslu
- Umsjón með móttöku íhluta, prófunum og skráningu hráefnis og íhluta í ERP kerfi
- Útbúa tínslur og koma efni til framleiðslu á réttum tíma
- Afhenda pantanir til sendingar og styðja við afgreiðslu viðskiptavina
- Leiða lagerúttekt og leiðrétta frávik í birgðum
- Skipulag og viðhald á geymslusvæðum og tryggja að réttu verklagi sé fylgt
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi í framleiðslu- eða iðnaðarumhverfi er æskileg
- Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni, mikil nákvæmni í vinnubrögðum
- Háskólamenntun í verkfræði, viðskiptafræði eða tengdum greinum er kostur en ekki skilyrði
- Þekking á MRP/ERP kerfum er kostur
- Góð tölvufærni
- Geta til að vinna í breytilegu og hröðu umhverfi
Auglýsing birt8. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Öflugur bílstjóri óskast í sendibílavinnu
Akstur og flutningar

Rafakur ehf. óskar eftir rafvirkja/verkstjóra til starfa
Rafakur ehf.

Lagerstarfsmaður
Danco

Lager
Vatnsvirkinn ehf

Starfsfólk í Endurvinnsluna hf
Endurvinnslan

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Starfsmenn á lager
Ísfugl ehf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Við leitum að starfskrafti í vöruþjónustu Orkuveitunnar
Orkuveitan

Starfsmaður í gámalosunarteymi
Góði hirðirinn

Lagerstarf
Kvarnir ehf

Tímabundið starfsfólk í akstur og vöruhúsastörf
Dropp