Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Deildarstjóri Tækniþróunar

Orka náttúrunnar leitar að framsæknum leiðtoga í hlutverk deildarstjóra Tækniþróunar

Deildarstjóri Tækniþróunar heyrir undir sviðið Tækni og framkvæmdir.

Sem deildarstjóri munt þú bera ábyrgð á tæknilegri framþróun virkjana með skilvirkni og rekstraröryggi að leiðarljósi ásamt því að halda utan um verkefnaþróun og undirbúning að stærri verkefnum sem krefjast frumgreininga og aðkomu sérfræðinga.

Deildarstjóri Tækniþróunar ber ábyrgð á að finna leiðir til að bæta framleiðsluferli, auka nýtni og þróa vélbúnað til að nýta mikilvægar auðlindir betur og auka rekstraröryggi þessara samfélagslega mikilvægu innviða sem virkjanirnar eru.

Tækniþróun vinnur þvert á einingar virkjana og styður þær í að greina og koma hugmyndum að nýjum verkefnum í forgreiningu. Jafnframt aðstoðar einingin við að greina ýmis mál sem við koma vélbúnaði og framleiðsluferlum.

Deildarstjóri gegnir líka mikilvægu hlutverki í nýsköpunarverkefnum sem unnin eru í samstarfi við móðurfélag ON, Orkuveituna.

Starfstöð deildarstjóra er á Hellisheiði.

Ef þú hefur áhuga á tækni, framleiðsluferlum og vélbúnaði, býrð yfir leiðtogafærni og ástríðu fyrir virðissköpun í þágu samfélagsins þá hvetjum við þig til þess að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í hlutverki deildarstjóra felst m.a.:

  • Ábyrgð á að leiða framúrskarandi teymi til árangurs
  • Dagleg stýring og mannauðsmál með áherslu á valdeflingu og vöxt starfsfólks
  • Ábyrgð á rekstri einingar, áætlanagerð og eftirfylgni áætlana
  • Framþróun virkjana með skilvirkni og rekstraröryggi að leiðarljósi
  • Verkefnaþróun og undirbúningur að stærri verkefnum sem krefjast aðkomu sérfræðinga og frumgreininga
  • Stuðningur við rekstur virkjana með greiningum og lausnum til að bæta tæknilegan rekstur og kerfi
  • Þátttaka í þróun starfsemi ON í samræmi við þarfir og stefnu ON
  • Samstarf og samskipti við Orkuveituna og Veitur
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir:

  • Leiðtogahæfni og reynslu af því að byggja upp markmiðadrifin teymi
  • Þekkingu og reynslu af orkuframleiðslukerfum
  • Reynslu að því að vinna með ráðgjöfum
  • Greiningafærni og hæfni við fjölbreytta framsetningu upplýsinga
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Frumkvæði, metnaði og drifkrafti
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningabréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið með vísan í hæfniskröfur.

Auglýsing birt9. september 2025
Umsóknarfrestur28. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Metnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar