
Sveitarfélagið Hornafjörður
VELKOMIN TIL HORNAFJARÐAR – ÞAR SEM NÁTTÚRAN, SAMFÉLAGIÐ OG FRAMTÍÐIN MÆTAST
--------
Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.
Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.
Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði starfar öflugur og samheldin hópur fólks með metnað fyrir framtíð sveitarfélagsins. Íbúar í Hornafirði eru í dag rúmlega 2800 og hefur fjölgun síðustu ára verið á forsendum verðmætasköpunar en mikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu.
Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornaförður auglýsir eftir deildarstjóra framkvæmda- og þjónustudeildar.
Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að ganga til liðs við teymið okkar. Þetta er lykilhlutverk fyrir þá sem vilja móta sjálfbæra og blómlega framtíð samfélagsins á einstökum stað. Ertu tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og leiða mikilvæga þróun?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með framkvæmdum og viðhaldi mannvirkja
- Undirbúningur og stjórnun fjölbreytta verkefna sem snúa að framkvæmdum á fjarskipta-, veitu- og gatnakerfum.
- Þátttaka í gerð framkvæmdaráætlana og forgangsröðun verklegra framkvæmda sem munu móta ásýnd sveitarfélagsins.
- Ábyrgð á samskiptum við hönnuði, útboðum, gerð verksamninga, eftirliti og uppgjöri framkvæmda.
- Umsjón með rekstri áhaldahúss og Hornafjarðarhafnar.
- Veita starfsmönnum deildarinnar og forstöðumönnum ráðgjöf við gerð viðhaldsáætlana og skipulagningu framkvæmda.
- Umsjón með kaupum á búnaði sem tengist umferðaröryggi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Áskilin er reynsla af undirbúningi, eftirliti og/eða stjórnun verklegra framkvæmda.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu og mannaforráðum er kostur.
- Þekking á vatns- og fráveitumálum og lögum um opinber innkaup er æskileg.
- Umsækjandi þarf að vera lipur í samskiptum, jákvæður, búa yfir þjónustulund, frumkvæði og drifkrafti til að ná árangri.
- Færni í íslensku er mikilvæg, bæði í ræðu og riti.
- Vandvirkni og hæfni til að vinna hratt úr verkefnum.
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Brunahönnuður
EFLA hf

Sérfræðingur í framkvæmdareftirliti
EFLA hf

Deildarstjóri Sölu og þjónustu ON
Orka náttúrunnar

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Head of Service
Nordic Luxury

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri