
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti í starf sérfræðings í lagna- og loftræsihönnun. Um er að ræða starf á byggingasviði. Sem sérfræðingur í teymi lagna- og loftræstikerfa fengir þú tækifæri til að starfa að fjölbreyttum verkefnum í hönnun frárennslis-, neysluvatns-, hita- og kælilagna, hönnun á vatnsúðakerfum og hönnun loftræstilagna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun frárennslis-, neysluvatns-, kæli- og hitakerfa
- Hönnun á vatnsúðakerfi
- Hönnun loftræsilagna
- Gerð útboðsgagna
- Gerð orkuútreikninga
- Gerð kostnaðaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í vél- og orkutæknifræði, vélaverkfræði, orkuverkfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af lagna- og/eða loftræsihönnun er kostur
- Reynsla í notkun AutoCad og Revit er kostur
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
- Metnaður til starfsþróunar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt29. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Brunahönnuður
EFLA hf

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Sérfræðingur í öryggismálum
Norðurál

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa