EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Lagna- og loftræsihönnun

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti í starf sérfræðings í lagna- og loftræsihönnun. Um er að ræða starf á byggingasviði. Sem sérfræðingur í teymi lagna- og loftræstikerfa fengir þú tækifæri til að starfa að fjölbreyttum verkefnum í hönnun frárennslis-, neysluvatns-, hita- og kælilagna, hönnun á vatnsúðakerfum og hönnun loftræstilagna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun frárennslis-, neysluvatns-, kæli- og hitakerfa
  • Hönnun á vatnsúðakerfi
  • Hönnun loftræsilagna
  • Gerð útboðsgagna
  • Gerð orkuútreikninga
  • Gerð kostnaðaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í vél- og orkutæknifræði, vélaverkfræði, orkuverkfræði eða sambærileg menntun
  • Reynsla af lagna- og/eða loftræsihönnun er kostur
  • Reynsla í notkun AutoCad og Revit er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
  • Metnaður til starfsþróunar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt29. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar