
Samgöngustofa
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri.

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til starfa á skipatæknideild. Starfið er fjölbreytt og krefjandi innan alþjóðlegs starfsumhverfis og felst í faglegu eftirliti með skipum. Við leitum að einstaklingi með öguð vinnubrögð, tæknilega innsýn og góða samskiptahæfni sem nýtist í fjölbreyttu og þverfaglegu samstarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirferð og mat á hönnunargögnum skipa til samræmis við viðeigandi lög og reglur, þar á meðal teikningar og önnur tæknigögn vegna nýsmíða, breytinga, viðgerða og innflutnings.
- Eftirlit með og framkvæmd mælinga á skipum ásamt útgáfu mælibréfa.
- Þátttaka í útreikningum og greiningu á stöðugleika skipa og framkvæmd hallaprófana.
- Virk samskipti og samvinna við hönnuði, skipasmíðastöðvar innanlands og erlendis, útgerðir og viðurkennda skoðunaraðila.
- Þátttaka í þróun verklags innan vottaðs gæðakerfis og öðrum verkefnum í samstarfi við deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í skipa- og vélaverkfræði, skipatækni eða annarri sambærilegri verk- eða tæknigrein.
- Nákvæmni og skipulagshæfni í vinnubrögðum.
- Góð hæfni í gagnrýninni hugsun og greiningu tæknilegra gagna.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni, bæði á íslensku og ensku.
- Sterk ferla- og umbótahugsun.
Við leitum að einstaklingi með öguð vinnubrögð, tæknilega innsýn og góða samskiptahæfni sem nýtist í fjölbreyttu og þverfaglegu samstarfi.
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Brunahönnuður
EFLA hf

Vélfræðingur
Veitur

Viltu ganga til liðs við vélaverkstæði ON?
Orka náttúrunnar

Rafvirki á rafmagnsverkstæði ON
Orka náttúrunnar

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri