

Viltu ganga til liðs við vélaverkstæði ON?
Við leitum að liðsauka í teymið okkar á vélaverkstæði ON sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í rekstri, eftirliti og viðhaldi búnaðar á virkjanasvæðum okkar á Hellisheiði, Nesjavöllum og Andakíl.
Á vélaverkstæðinu starfar samheldin liðsheild að fjölbreyttum umbóta-, nýsköpunar-, framkvæmda- og viðhaldsverkefnum.Ef þú ert með ríka öryggisvitund og býrð yfir umbótahugsun, frumkvæði og útsjónarsemi þá viljum við heyra frá þér.
Boðið er upp á akstur frá höfuðstöðvum ON í Reykjavík, Þorlákshöfn og frá Selfossi/Hveragerði.
Á meðal helstu verkefna eru rekstur vélbúnaðar, umbótavinna sem miðar að því að hámarka framleiðslugetu virkjana, bilanagreiningar, skráning í viðhaldskerfi, reglubundið viðhald, viðgerðir á vélbúnaði og í gufuveitu.
- Sterk og rík öryggisvitund er skilyrði
- Sveinspróf í vélvirkjun
- Reynsla af verklegri vinnu
- Frumkvæði, lausnarmiðuð hugsun og jákvæðni
- Skipulögð-, sjálfstæð- og öguð vinnubrögð
- Þekking á DMM viðhaldsstjórnunarkerfinu er kostur
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá.












