

Forstöðumaður sölustýringar
Í starfinu felst að móta, samhæfa og fylgja eftir allri sölustarfsemi félagsins. Forstöðumaður sölustýringar ber ábyrgð á sölustýringu félagsins, styðja við söluráðgjafa og tryggja að sölumarkmið náist með markvissri sókn. Um er að ræða nýtt og krefjandi hlutverk hjá félagi sem er í vexti og þróun, þar sem viðkomandi fær tækifæri til að móta starfið í takt við áskoranir og tækifæri á markaði.
Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks með breiðan bakgrunn og þekkingu sem hefur það meginmarkmið að mæta þörfum viðskiptavina og þjónusta þá á framúrskarandi hátt.
-
Yfirumsjón með sölustýringu félagsins
-
Setja sölumarkmið og fylgja eftir árangri sölueininga
-
Stýra markhópasókn
-
Styðja við allar sölueiningar
-
Leita leiða til að hámarka afköst og árangur í sölu
-
Taka þátt í þróun sóknaráætlana og umbótaverkefna til að styrkja sölustarf félagsins
-
Mannaforráð og dagleg stjórnun sölustýringarteymis
-
Leiðtogahæfni og hæfni til að ná fólki með sér
-
Jákvæðni, drifkraftur og framúrskarandi samskiptahæfni
-
Reynsla af sölustýringu og því að ná árangri með teymum
-
Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
-
Reynsla af stjórnunarstörfum og umbótaverkefnum
-
Greiningarhæfni
-
Háskólamenntun eða annars konar menntun sem nýtist í starfi
-
Þekking á tryggingastarfsemi er kostur












