Heimaleiga
Heimaleiga

Sala og viðskiptaþróun

Viltu leiða sölu og viðskiptaþróun hjá einum af stærstu rekstraraðilum gistingar á Íslandi?

Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á árangri.

Heimaleiga leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða tekjumyndun félagsins – hvort sem það er í gegnum bókunarsíður (OTAs), beinar bókanir eða B2B tækifæri.

Þetta er lykilhlutverk í ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki sem er í dag orðið fjórði stærsti rekstraraðili gistingar á höfuðborgarsvæðinu.

Starfið er hluti af stjórnendateymi Heimaleigu og heyrir beint undir forstjóra. Starfið felur í sér að vinna náið með öðrum stjórnendum Heimaleigu sem bera ábyrgð á rekstri, fjármálum og upplifun gesta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta og framfylgja heildarstefnu fyrir tekjuöflun.
  • Yfirumsjón með stefnu og frammistöðu á bókunarsíðum (OTA).
  • Áhersla á að auka beinar bókanir.
  • Kortleggja og þróa ný sölutækifæri, sbr. ferðaskrifstofur, fyrirtæki o.fl.
  • Búa til og fylgjast með lykilmælikvörðum (KPI) og tekjuspá Heimaleigu.
  • Náið og uppbyggilegt samstarf með öðrum í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölu, dreifingu eða tekjustýringu í ferða- eða hótelgeiranum er kostur.
  • Þekking á bókunarrásum (OTAs), verðlagningartólum og öðrum þáttum sem auka sölu er kostur.
  • Tækniþekking sem nýtist í starfi og hæfni til að nota gögn til að taka upplýstar ákvarðanir.
  • Strategískt hugsun og árangursrík reynsla í að hrinda ákvörðunum í framkvæmd.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í að vinna með öðrum.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynslu af teymisstjórnun.
  • Framsýni, skipulagshæfni og drifkraftur.
  • Mjög góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti.
Auglýsing birt27. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grensásvegur 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar