Dagar hf.
Dagar hf.
Dagar hf.

Söluráðgjafi

Við leitum að kraftmiklum og þjónustulunduðum söluráðgjafa til að styrkja söluteymið okkar. Starfið felst í sölu á þjónustulausnum til nýrra og núverandi viðskiptavina, skipulagningu sölufunda og tilboðsgerðar ásamt því að byggja upp og viðhalda traustum viðskiptasamböndum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og öflun nýrra viðskiptavina.
  • Uppbygging og sala á þjónustulausnum til núverandi og nýrra viðskiptavina Daga.
  • Tilboðsgerð, samningagerð og eftirfylgni.
  • Skipulagning og framkvæmd sölufunda og samantekt sölugagna.
  • kynningar á þjónustu- og vöruframboði Daga.
  • Viðhald og þróun á langtímasamböndum við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærilegu starfi, helst í B2B-sölu og sölu á þjónustulausnum.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á markvissan og grípandi hátt
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
  • Jákvætt viðmót, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun CRM-kerfa er kostur.
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.
  • Hæfni til að starfa í teymi og leggja sitt af mörkum til jákvæðrar liðsheildar.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar