
FSRE
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að þróa og reka aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila með hagkvæmum, vistvænum og ábyrgum hætti.
FSRE ber ábyrgð á skipulagningu, þróun, nýtingu og rekstri fasteigna í eigu íslenska ríkisins. Fasteignasafn ríkisins er eitt af stærstu fasteignasöfnum landsins með um 530 þúsund fermetrum húsnæðis. Stofnunin leigir þar að auki um 100 þúsund fermetra húsnæðis á almennum markaði til framleigu fyrir stofnanir og ráðuneyti. Jarðasjóður, sem einnig er hluti af FSRE, heldur utan um eignarhald og umsýslu á um 380 jörðum og jarðeignum ríkisins með það að markmiði að nýta land og auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar. Við leitum því að jákvæðu og drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur.
Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE leitar að lausnamiðuðum, nákvæmum og jákvæðum einstaklingi með þekkingu og áhuga á fasteigna- og leigumálum. Starfið felur í sér þjónustu við opinbera aðila og samskipti við leigusala. Viðkomandi mun tilheyra teymi sérfræðinga á þjónustusviði sem veitir ráðgjöf og stuðning við verkefni í umsjón FSRE.
FSRE hefur yfirumsjón með húsnæðisöflun fyrir stofnanir ríkisins. Auk þess að stýra hönnun, undirbúningi og eftirliti með framkvæmdum við nýbyggingar felur starfsemin í sér verkefni sem varða breytingar og endurbætur á húsnæði, kaup og sölu fasteigna, aðstöðustýringu og almenna ráðgjöf til ráðuneyta og stofnana. Einnig hefur FSRE umsjón með uppbyggingu ofanflóðavarna og náttúruinnviða um land allt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öflun húsnæðis fyrir ríkisaðila
- Samningaviðræður og samningagerð
- Samskipti við leigusala og leigutaka á leigutíma
- Framsetning gagna vegna ákvarðanatöku um framgang verkefna
- Þátttaka í þróun á þjónustu FSRE og almennum umbótaverkefnum
- Samskipti og ráðgjöf til opinbera aðila svo sem ráðuneyta
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking af fasteigna- og leigumálum
- Reynsla af teymisvinnu og verkefnastýringu
- Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Þekking á þjónustuferlum og nýtingu gervigreindar er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, metnaður, skipulagsfærni og öguð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti
Auglýsing birt27. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Quality Specialist
Controlant

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Innkaupafulltrúi
Hagvangur

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Sala og viðskiptaþróun
Heimaleiga

Söluráðgjafi
Dagar hf.

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Nýliði í fyrirtækjaráðgjöf
Arion banki

Reikningsskil og endurskoðun - Landsbyggð
KPMG á Íslandi

Bókari
Eignaumsjón hf

Sérfræðingur í áhættustýringu
Íslandsbanki