
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Nýliði í fyrirtækjaráðgjöf
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka leitar að nýliða til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni fyrir viðskiptavini.
Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og fjárfestum m.a. ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja, fjármögnun, skráningu verðbréfa í Kauphöll og verðbréfaútboð auk greininga á fjárfestingakostum. Í deildinni starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla þekkingu og reynslu. Verkefni deildarinnar eru umfangsmikil, unnin í teymum og krefjast framúrskarandi samskiptahæfileika. Fyrirtækjaráðgjöf tilheyrir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði sem hefur það hlutverk að bjóða alhliða fjármála- og tryggingaþjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga auk stýringar á fjármögnunarverkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð kynningarefnis
- Greiningarvinna
- Verðmöt á fyrirtækjum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði, metnaður, drifkraftur, sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og hæfni í samskiptum
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
- Þekking og reynsla af notkun PowerPoint og Excel
- Þekking og áhugi á gervigreind og sjálfvirknivæðingu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Brennandi áhugi íslensku atvinnulífi
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Reikningsskil og endurskoðun - Landsbyggð
KPMG á Íslandi

Bókari
Eignaumsjón hf

Ert þú öflugur hagfræðingur sem vilt stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi?
Samkeppniseftirlitið

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Sérfræðingur í áhættustýringu
Íslandsbanki

Þjónustustjóri
Olíudreifing

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Fjárfestingastjóri
Arctica Sjóðir

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Íslandsbanki