
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins.
Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur hagfræðinga og lögfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum.

Ert þú öflugur hagfræðingur sem vilt stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi?
Samkeppniseftirlitið leitar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum hagfræðingi með brennandi áhuga á samkeppnismálum og greiningarvinnu. Við leitum að einstaklingi í starf sérfræðings sem vill efla virka samkeppni á Íslandi og hafa jákvæð áhrif á þróun atvinnulífsins.
Í starfi þínu munt þú vinna náið með aðalhagfræðingi, teymisstjórum og sérfræðingum stofnunarinnar. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og hafa bein áhrif á ákvarðanir sem skipta máli fyrir neytendur og fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Söfnun og greining gagna, m.a. tölfræðileg úrvinnsla og hagfræðilegar greiningar
- Mótun og skrif ákvarðana, skýrslna og stefnumótandi greininga
- Miðlun hagfræðilegrar þekkingar til samstarfsfólks og stjórnvalda
- Samskipti við fyrirtæki, opinberar stofnanir, hagsmunaaðila og erlenda samstarfsaðila
- Þróun og innleiðing nýrra greiningaraðferða
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, m.a. á vettvangi EES og ESB
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í hagfræði eða skyldum greinum (doktorsgráða er kostur)
- Framúrskarandi færni í gagnagreiningu og góð greiningarhæfni
- Þekking á atvinnuvegahagfræði og/eða samkeppnismálum er kostur
- Framúrskarandi hæfni til að miðla flóknum atriðum á skýran hátt, bæði á íslensku og ensku
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna undir álagi
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur3. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Lögfræðingur
Fjarskiptastofa

Kjararáðgjafi á mannauðs- og kjaradeild
Garðabær

Kennslustjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri
Reykjanesbær

Lögmaður hjá borgarlögmanni - tímabundið til eins árs
Embætti borgarlögmanns

Hefur þú þekkingu og reynslu af löggjöf á fjármálamarkaði?
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið