
Fjarskiptastofa
Fjarskiptastofa er sjálfstæð eftirlitsstofnun á sviði fjarskipta og netöryggis. Hún gegnir hlutverki landstengiliðs í netöryggismálum og leiðir samhæfingarvettvang eftirlitsstjórnvalda hvað varðar eftirlit með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða hér á landi. Stofnunin er samhæfingaraðili þegar öryggisatvik eiga sér stað og ber að horfa til almannahagsmuna þegar kemur að fjarskiptaöryggi. Stofnunin vinnur að framgangi þessara verkefna með framkvæmd áhættumata á fjarskiptamarkaði, úttekta á stjórnskipulagi upplýsingaöryggis á grundvelli fjarskiptalaga og laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og útgáfu leiðbeinandi tilmæla.
Hjá Fjarskiptastofu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga á sviði fjarskipta og netöryggis. Fjarskiptastofa leggur áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til að sinna áhugaverðum verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Lögfræðingur
Fjarskiptastofa leitar að öflugum lögfræðingi á netöryggissvið stofnunarinnar. Um er að ræða spennandi starf í vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar á sviði eftirlits með netöryggi fjarskiptafyrirtækja og mikilvægra innviða hér á landi. Í starfinu reynir á sjálfstæð vinnubrögð, getu til að vinna í teymi og framsýni. Heyrir starfið undir sviðsstjóra.
Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á nýjum sviðum lögfræðinnar er varða netöryggi og stafræna þróun, sterka getu til að leiða mál áfram, býr yfir ríkum umbótavilja og samskiptahæfni til að taka þátt í framkvæmd eftirlits og innleiðingu löggjafar á þessu sviði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mat á lagalegri hlítni mikilvægra innviða og fjarskiptafélaga við lágmarkskröfur laga á sviði netöryggis með öðrum sérfræðingum sviðsins.
- Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum atvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum.
- Aðkoma að gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði netöryggis, þ.m.t. er varðar innleiðingu á nýju Evrópuregluverki á þessu sviði.
- Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í lögfræði.
- Viðbótar framhaldsmenntun, t.a.m. á sviði Evrópuréttar eða tækniréttar, er kostur.
- Að minnsta kosti fimm ára reynsla sem nýtist í starfi.
- Þekking á sviði netöryggis er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)

Lögfræðingur
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu

Kjararáðgjafi á mannauðs- og kjaradeild
Garðabær

Ert þú öflugur hagfræðingur sem vilt stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi?
Samkeppniseftirlitið

Kennslustjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri
Reykjanesbær

Lögmaður hjá borgarlögmanni - tímabundið til eins árs
Embætti borgarlögmanns

Hefur þú þekkingu og reynslu af löggjöf á fjármálamarkaði?
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Legal Counsel
Rapyd Europe hf.