Fjarskiptastofa
Fjarskiptastofa

Lögfræðingur

Fjarskiptastofa leitar að öflugum lögfræðingi á netöryggissvið stofnunarinnar. Um er að ræða spennandi starf í vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar á sviði eftirlits með netöryggi fjarskiptafyrirtækja og mikilvægra innviða hér á landi. Í starfinu reynir á sjálfstæð vinnubrögð, getu til að vinna í teymi og framsýni. Heyrir starfið undir sviðsstjóra.

Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á nýjum sviðum lögfræðinnar er varða netöryggi og stafræna þróun, sterka getu til að leiða mál áfram, býr yfir ríkum umbótavilja og samskiptahæfni til að taka þátt í framkvæmd eftirlits og innleiðingu löggjafar á þessu sviði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat á lagalegri hlítni mikilvægra innviða og fjarskiptafélaga við lágmarkskröfur laga á sviði netöryggis  með öðrum sérfræðingum sviðsins. 
  • Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum atvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum. 
  • Aðkoma að gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði netöryggis, þ.m.t. er varðar innleiðingu á nýju Evrópuregluverki á þessu sviði. 
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í lögfræði.
  • Viðbótar framhaldsmenntun, t.a.m. á sviði Evrópuréttar eða tækniréttar, er kostur. 
  • Að minnsta kosti fimm ára reynsla sem nýtist í starfi.  
  • Þekking á sviði netöryggis er kostur.  
  • Sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi. 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. 
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar