Ríkissaksóknari
Ríkissaksóknari

Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara

Laus er til umsóknar staða aðstoðarsaksóknara við embætti ríkissaksóknara.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meginverkefni starfsmannsins eru eftirfarandi:

a.      Meðferð réttarbeiðna frá erlendum yfirvöldum og til erlendra yfirvalda.

b.      Meðferð framsalsmála.

c.      Meðferð mála er varða afhendingu manna til og frá Íslandi á grundvelli evrópsku og norrænu handtökuskipunarinnar.

Starfsmaður á samskipti við ákærendur, lögreglu, lögmenn, dómstóla og ýmis embætti og stofnanir, þ.m.t. erlendar stofnanir, í tengslum við mál sem honum eru falin til meðferðar og afgreiðslu.

Starfsmaður tekur þátt í gæðastarfi ríkissaksóknara eftir því sem óskað er eftir.

Starfsmaður sinnir öðrum verkefnum sem ríkissaksóknari felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og er einkum leitað eftir lögfræðingum sem hafa lagt sig eftir námsefni á sviði refsiréttar og sakamálaréttarfars í laganámi sínu.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af lögfræðistörfum. Einnig er nauðsynlegt að umsækjendur hafi mjög gott vald á íslensku og ensku.

Þekking á sviði alþjóðlegrar samvinnu í sakamálum er kostur.

Lögð er á það áhersla að viðkomandi hafi skipulagshæfileika, geti viðhaft öguð og sjálfstæð vinnubrögð og eigi auðvelt með mannleg samskipti.

Auglýsing birt18. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AlþjóðasamstarfPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar