
Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara
Laus er til umsóknar staða aðstoðarsaksóknara við embætti ríkissaksóknara.
Meginverkefni starfsmannsins eru eftirfarandi:
a. Meðferð réttarbeiðna frá erlendum yfirvöldum og til erlendra yfirvalda.
b. Meðferð framsalsmála.
c. Meðferð mála er varða afhendingu manna til og frá Íslandi á grundvelli evrópsku og norrænu handtökuskipunarinnar.
Starfsmaður á samskipti við ákærendur, lögreglu, lögmenn, dómstóla og ýmis embætti og stofnanir, þ.m.t. erlendar stofnanir, í tengslum við mál sem honum eru falin til meðferðar og afgreiðslu.
Starfsmaður tekur þátt í gæðastarfi ríkissaksóknara eftir því sem óskað er eftir.
Starfsmaður sinnir öðrum verkefnum sem ríkissaksóknari felur honum.
Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og er einkum leitað eftir lögfræðingum sem hafa lagt sig eftir námsefni á sviði refsiréttar og sakamálaréttarfars í laganámi sínu.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af lögfræðistörfum. Einnig er nauðsynlegt að umsækjendur hafi mjög gott vald á íslensku og ensku.
Þekking á sviði alþjóðlegrar samvinnu í sakamálum er kostur.
Lögð er á það áhersla að viðkomandi hafi skipulagshæfileika, geti viðhaft öguð og sjálfstæð vinnubrögð og eigi auðvelt með mannleg samskipti.

