
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda vegakerfinu á svæðinu. Auglýst er eftir sérfræðingi til að vera hluti af öflugu teymi Vegagerðarinnar á svæðinu. Framundan eru krefjandi verkefni í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og því leitar Vegagerðin á Vestursvæði eftir einstaklingi til þess að leiða þá vinnu.
Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild Vestursvæðis. Á svæðinu starfa um 50 manns á sex starfsstöðvum og er starfsstöðin í Borgarnesi eða á Ísafirði.
Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Vestfirði og Vesturland og þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit og umsjón með viðhaldi vega á öllu Vestursvæði
- Áætlanagerð viðhaldsverkefna
- Umsjón og áætlanagerð með efnisvinnslu á Vestursvæði
- Rýni útboðsgagna í nýframkvæmdar- og viðhaldsverkefnum
- Skráning gagna í framkvæmdakerfi
- Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun er æskileg
- Almenn ökuréttindi
- Starfsreynsla af sambærilegu starfi
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð öryggisvitund
Auglýsing birt19. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgarbraut 66, 310 Borgarnes
Dagverðardalur 1, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Jarðtæknihönnun og -ráðgjöf
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
Kvika banki hf.

Viðskiptastjóri – Market Access
Vistor

Skipulagsfulltrúi
Faxaflóahafnir sf.

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í byggingarupplýsingalíkönum (BIM)
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri nýbyggingarverkefna
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Eftirlitsmaður á þjónustudeild á Akureyri
Vegagerðin

NTI óskar eftir að ráða tæknilegan ráðgjafa
NTI EHF.