Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?

Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda vegakerfinu á svæðinu. Auglýst er eftir sérfræðingi til að vera hluti af öflugu teymi Vegagerðarinnar á svæðinu. Framundan eru krefjandi verkefni í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og því leitar Vegagerðin á Vestursvæði eftir einstaklingi til þess að leiða þá vinnu.

Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild Vestursvæðis. Á svæðinu starfa um 50 manns á sex starfsstöðvum og er starfsstöðin í Borgarnesi eða á Ísafirði.
Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Vestfirði og Vesturland og þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit og umsjón með viðhaldi vega á öllu Vestursvæði
  • Áætlanagerð viðhaldsverkefna 
  • Umsjón og áætlanagerð með efnisvinnslu á Vestursvæði
  • Rýni útboðsgagna í nýframkvæmdar- og viðhaldsverkefnum
  • Skráning gagna í framkvæmdakerfi
  • Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun er æskileg 
  • Almenn ökuréttindi  
  • Starfsreynsla af sambærilegu starfi
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð 
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp 
  • Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund 
  • Gott vald á íslensku og ensku 
  • Góð öryggisvitund
Auglýsing birt19. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgarbraut 66, 310 Borgarnes
Dagverðardalur 1, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar