Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í byggingarupplýsingalíkönum (BIM)

Verkfræðideild Isavia leitar að öflugum liðsfélaga sem hefur áhuga á að stíga inn í spennandi og áhugaverð verkefni á sviði BIM með áherslu á nýframkvæmdir. Sem BIM sérfræðingur verður þú lykilhluti af teymi sem heldur utan um stafræna líkanagerð mannvirkja við Keflavíkurflugvöll, allt frá hönnunarstigi til framkvæmda og áfram inn í rekstur. Unnið er þvert á teymi arkitekta, verkfræðinga og annarra fagaðila til að tryggja samræmda og skilvirka vinnu með stafræn byggingarlíkön.

Takast þarf á við spennandi verkefni í lifandi umhverfi, með fjölbreyttum kröfum og möguleikum. Lykillinn að þeim árangri sem náðst hefur í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár eru fagleg vinnubrögð, teymishugsun og frumkvæði.

Hlutverk og ábyrgð

• Umsjón og þróun með BIM vinnuferla í verkefnum

• Uppsetning og viðhald stafrænna líkans bygginga og byggingahluta

• Samvinna við hönnuði og aðra fagaðila um samræmingu líkanagagna

• Þróun og viðhald verklags og gæðastaðla í BIM

• Þáttaka í stefnumótun stafrænnar þróunar innan einingarinnar

• Umsjón með CAD-grunnum og BIM líkönum

Hæfni og menntunarkröfur

• Menntun á sviði byggingartækni, verkfræði, arkitektúrs eða tengdra greina

• Reynsla af vinnu með BIM hugbúnaði, t.d. Revit, Navisworks, Solibri o.fl.

• Þekking á BIM stöðlum og verkferlum (t.d. ISO 19650, IFC, o.fl.)

• Hæfni í teymisvinnu og lausnamiðuð hugsun

• Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð

Við bjóðum

• Tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki sem hefur markvisst markmið um að vera leiðandi í notkun og þróun BIM og stafrænna lausna í mannvirkjaverð

• Krefjandi og fjölbreytt verkefni á alþjóðlegum flugvelli í stöðugri þróun

• Tækifæri til að móta og þróa BIM stefnu Isavia í framkvæmdaverkefnum

• Heilsusamlegt fæði í mötuneyti

• Aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum án kostnaðar

• Starf í framsæknu og metnaðarfullu starfsumhverfi

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingimundur Jónsson deildarstjóri, í netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni eða uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt19. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar