
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Verkefnastjóri nýbyggingarverkefna
Umhverfis- og skipulagssvið leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra byggingarverkefna. Verkefnin krefjast mikillar þverfaglegrar samvinnu bæði innan fagsviða Reykjavíkurborgar sem og annarra hagsmunaaðila.
Deildin gerir frumathugun og þarfagreiningu á verkefnum, og heldur utan um hönnun og framkvæmdir á nýbyggingum, viðbyggingum og endurgerð fasteigna Reykjavíkurborgar.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og virðingu fyrir umhverfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirfylgni með undirbúningi, hönnun og framkvæmdum byggingaverkefna
- Verkefnastjórn, skipulagning og stjórnun verkefna.
- Samskipti og samráð við notendur og hagsmunaaðila, íbúa, ráðgjafa, stofnanir innan og utan borgarkerfisins
- Gerð sviðmynda- og þarfagreininga, kostnaðar, tíma- og framkvæmdaáætlana.
- Rýni hönnunar- og útboðsgagna og umsjón og eftirfylgni með vinnu hönnuða og ráðgjafa
- Samskipti/samráð við íbúa, hagsmunaðila, ráðgjafa, stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis um framkvæmdir einstakra verkefna.
- Fylgist með að samþykktar forsendur fyrir framkvæmdum liggi fyrir svo sem aðal- og deiliskipulag, umhverfismat, samþykktir nefnda og ráða og almennar leyfisveitingar t.d. framkvæmdaleyfi, byggingaleyfi, heimild frá lögreglu o.þ.h.
- Upplýsingamiðlun innan og utan borgarkerfisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. arkitektúr, verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði, skipulagsfræðum. Framhaldsmenntun tengd málaflokki æskileg.
- Samskiptahæfni sem miðar að því að starfa í hóp og verkefnateymum vegna umfangsmikilla skipulagsverkefna.
- Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Haldbær reynsla af starfssviðinu kostur.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Hæfni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum og miðlun upplýsinga í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta og þekking á algengum skrifstofu-, hönnunar- og teikniforritum.
- Íslenskukunnátta B2-C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta C1.
Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur25. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGreiningarfærniMannleg samskiptiVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Kennari og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar
Javelin ehf.

Yfirkennari og fræðslustjóri í gervigreind
Javelin ehf.

Hefur þú ástríðu fyrir gögnum eða burðarþoli vega?
Vegagerðin

Technical Producer
CCP Games

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Sérfræðingur í auglýsingabirtingum
Datera ehf.

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Verkefnastjóri þjónustu - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar
Siðmennt