Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Hefur þú ástríðu fyrir gögnum eða burðarþoli vega?

Framundan eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar við uppbyggingu og viðhald vegakerfisins á Íslandi og leitar Vegagerðin að árangursdrifnum einstaklingi með sterka greiningarhæfni til að taka þátt í þeirri vegferð með okkur.

Stoðdeild, sem er á Mannvirkjasviði Vegagerðarinnar, sér m.a. um burðarþolsmælingar og ástandsmælingar á vegakerfinu og vantar okkur starfskraft til að hjálpa okkur við greiningar og úrvinnslu þeirra gagna sem eru grunnur fyrir ákvarðanatöku og forgangsröðun styrkinga- og viðhaldsverkefna á landsvísu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vera hluti af teymi sem sér um ofangreint verkefni með sérstakri áherslu á:

  • Greiningar á mæli og skoðunargögnum.
  • Notkun og nýtingu á aflfræðilegum aðferðum, reynsluaðferðum við hönnun á uppbyggingu og/eða styrkingu vega.
  • Notkun á ELMOD hugbúnaðinum og/eða öðrum aðferðum við úrvinnslu falllóðsmælinga.
  • Að fylgjast með alþjóðlegri þróun varðandi aðferðafræði við úrvinnslu og greiningar í viðhalds- og styrkingarmálum vega.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða tæknifræði.
  • Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Góð hæfni í framsetningu upplýsinga og nákvæm vinnubrögð.
  • Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni.
  • Opinn fyrir nýjungum og þróunarstarfi sem tengjast starfi deildarinnar.
  • Reynsla af greiningarvinnu og úrvinnslu gagna er mikill kostur.
  • Reynsla af vegagerð eða burðarþoli vega er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli, kunnátta í norðurlandamáli æskileg.

 

Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur25. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar