
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja
Vilt þú taka þátt í að skapa örugg og traust mannvirki? Við leitum að öflugum sérfræðingi, með sérþekkingu í burðarþolsfræðum, til starfa við hönnun og ráðgjöf á sviði burðarvirkja.
Um starfið
Sem sérfræðingur á fagsviði burðarvirkja munt þú vinna við:
- Burðarvirkjahönnun: Hönnun á burðarvirkjum mannvirkja úr fjölbreyttum efniviði bæði húsbygginga og samgöngumannvirkja ásamt almennri ráðgjöf og eftirfylgni á byggingartíma.
- Áætlanagerð: Gerð kostnaðaráætlana, hönnunar- og verkáætlana, o.fl. vegna burðarvirkja.
- Faglegt samstarf: Fagleg samskipti og teymisvinna með hönnuðum innan fagsviðs og með hönnuðum annarra fagsviða
- Gerð útboðsgagna: Gerð verklýsinga og annarra gagna fyrir útboð burðarvirkja.
- Önnur skýrslugerð: Ýmsar greiningar og gagnaúrvinnsla á fagsviði burðarvirkja.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, með sérþekkingu í burðarþolsfræðum.
- Reynsla: A.m.k. 3ja ára reynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði
- Hugbúnaðarþekking: Góð þekking á Autodesk Revit er skilyrði.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli. Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Auglýsing birt21. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Jarðtæknihönnun og -ráðgjöf
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
Kvika banki hf.

Viðskiptastjóri – Market Access
Vistor

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Skipulagsfulltrúi
Faxaflóahafnir sf.

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í byggingarupplýsingalíkönum (BIM)
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri nýbyggingarverkefna
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Eftirlitsmaður á þjónustudeild á Akureyri
Vegagerðin

NTI óskar eftir að ráða tæknilegan ráðgjafa
NTI EHF.